..mér finnst ekki auðvellt að finna töskur sem ég er sjúk í....hér eru nokkrar sem eru svona viðunandi ;)...og það er alveg tilviljun hvað eru margar D&G.
Rubert Sanderson Christian Lacroix Fendi Missoni ...sem er sennilega uppáhalds netverslun mín...þar geri ég mikið af að internet-window-sjoppa. Alls ekki bara skór, heldur allt mögulegt fallegt og fínt. Getur verið sárt en samt svona bitter sweet ;) .....sumir skilja hvað ég er að fara. Hér er linkur á NET-A-PORTER. Njótið vel ;)
Margt sniðugt og fallegt að skoða hér. Lítið mál að lífga upp á tóma veggi. ...stundum smá húmór í þessu.
Sem minnir mig soldið á Banksy, sem er snillingur!!! "veggjakrotari" ...alls ekki í þeim skilningi sem við erum vön héðan, þetta er FLOTT veggjakrot. Og enn er á huldi hver snillinn er!?!?!
skemmtilegt að sjá hvað tískan fer í hringi, mér finnst þetta skemmtilegt cover til hliðsjónar við bloggið hér á undan. Dior sýninguna. Höfuðfatið sérstaklega. Þetta er cover af Vouge síðan í maí 1929.
...þetta eru svona uppáhalds úr haust/vetrar sýningu dior á tískuvikunni í parís í febrúar. En jemin, þetta var allt FAB! ...erfitt að velja. ...soldið seint, en ég er líka bara ný byrjuð að blogga ;)